Manchester United mun spila á gervigrasi á morgun þegar liðið heimsækir Young Boys í Meistaradeildinni. Leikurinn fer fram á Stade Suisse.
Um er að ræða opnunarleik liðanna í Meistaradeild Evrópu en United ferðaðist til Sviss í dag.
,,Við getum ekki breytt vellinum, það er ljóst að United er ekki vant því að spila á svona velli,“ sagði Gerardo Seoane þjálfari Young Boys.
,,Þeir æfa þarna í kvöld og hita svo upp á morgun, þeir hafa gæðin, tæknina og hraðann til að nýta sér svona völl.“
Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á leikinn enda spila leikmenn félagsins nánast aldrei á svona velli.