Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn hefur lokað en það er samt alltaf fullt af sögum enda hætta erlend blöð aldrei að grafa upp sögurnar sem fljúga.
Hér má sjá pakka dagsins.
——
Eric Bailly varnarmaður Manchester United gæti farið frá félaginu í janúar en Arsenal og Tottenham hafa áhuga. (Mirror)
Manchester City, Tottenham, Barcelona og Juventus vilja öll fá Adrien Rabiot frá PSG. (Paris United)
Lucas Perez neitaði ekki að hita upp gegn Everton. (Standard)
Harry Kane segist ekki vera að glíma við þreytu vegna álags. (Mirror)
Kevin de Bruyne miðjumaður Manchester City vonast til að snúa aftur gegn Manchester United þann 11 nóvember. (Star)
Pep Guardiola er svekktur með að geta ekki spilað Phil Foden meira. (MEN)
Aaron Ramsey bað um skiptingu hjá Arsenal um helgina vegna þreytu. (Sun)