Jose Mourinho, stjóri Manchester United, þarf á miðjumanninum Marouane Fellaini að halda.
Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Danny Higginbotham en Fellaini fær reglulega að spila undir stjórn Portúgalans.
Margir vilja meina að Fellaini bjóði ekki upp á mikið á vellinum en Higginbotham er ósammála því.
,,Bara vegna þess að hann er ekki sá skemmtilegasti að horfa á þá fær hann ekki það hrós sem hann á skilið,“ sagði Higginbotham.
,,Það sem hann gerir er að leyfa öðrum leikmönnum liðsins að tjá sig betur á vellinum og fara fram völlinn.“
,,Væri hann að spila ef Mourinho hefði fengið varnarmanninn sem hann vildi? Mögulega ekki en Mourinho notar hann með þeim tilgangi að styrkja vörnina svo þeir geti líka sótt og skorað mörk.“