Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins er afar ánægður með Marcus Rashford sem var stjarna enska landsliðsins í verkefninu núna.
Rashford skoraði hann gegn Spáni og Sviss en hann hefur ekki skorað mikið síðustu mánuði.
,,Við vildum að Marcus myndi líða eins og hann væri mjög mikilvægur fyrir okkur í þessu verkefni,“ sagði Southgate.
,,Það var mikilvægt fyrir hann að vera í teignum og muna hvernig það er að skora mörk og hvar hann á að vera. Hann fær sjálfstraust úr þessu, þessi tvö mörk gegn frábærum andstæðingum.“
Rashford spilar mest sem kantmaður hjá United en hann er fyrst og síðast framherji, þar líður honum best.
,,Það er ekki mitt að hafa áhrif á stjóra liða, þeir eru í erfiðu starfi og hafa stóra hópi í topp sex liðunum. Þar er gríðarleg samkeppni um stöður.“
,,Mourinho elskar Rashford, hann hefur mikið áit á honum. Hann verður að gera sitt starf þar, það er gríðarleg samkeppni um stöður. Ég skil hversu erfitt starf þessara þjálfara er.“