Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, segir að ensku blöðin séu að ljúga er talað er um samband hans og Mesut Özil.
Enskir miðlar hafa greint frá því í sumar að Özil og Emery nái ekki vel saman en það er ekki rétt.
Einnig tjáði Emery sig um sögusagnir um að hann hafi beðið vallarstjóra Emirates um að bleyta ekki völlinn fyrir leik gegn Manchester City.
,,Við náum mjög vel saman. Samband mitt við Mesut er mjög gott og ég reyni að hjálpa honum að bæta sig svo hann geti gefið okkur sitt besta,“ sagði Emery.
,,Ég las líka í blöðunum að ég hafi sagt vallarstjóranum að bleyta ekki völlinn fyrir leikinn gegn Manchester City, það er ekki rétt.“
,,Þetta er rétti tíminn fyrir mig að segja ykkur að samband mitt og Mesut er gott og ég sagði þetta ekki við vallarstjórann.“