Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur fengið til sín varnarmanninn Leander Dendoncker frá Anderlecht.
Þessi 23 ára gamli leikmaður gerir lánssamning við Wolves út tímabilið. Hann er sjöundi leikmaðurinn sem liðið fær í sumar.
Dendoncker getur spilað bæði sem djúpur miðjumaður og sem hafsent og gæti hentað úrvalsdeildinni vel.
Dendoncker var fastamaður hjá Anderlecht en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 171 leik fyrir félagið.
Leikmaðurinn er þá einnig partur af landsliði Belga og á að baki sex landsleiki frá árinu 2015.
Talið er að Wolves verði að kaupa Dendoncker eftir að lánssamningnum lýkur á næsta ári.