Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur enga trú á að félagið tryggi sér framherjann Ousmane Dembele frá Barcelona í sumar.
Dembele hefur verið orðaður við Arsenal en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum hjá Barcelona.
Keown telur að kaup Arsenal á Pierre-Emerick Aubameyang á síðustu leiktíð komi í veg fyrir að félagið eigi efni á Dembele.
,,Ég get ekki séð þetta gerast. Það er útlit fyrir að hann myndi kosta risaupphæð,“ sagði Keown.
,,Kannski eru stuðningsmenn Arsenal að vonast eftir þannig kaupum en það gerðist á síðasta tímabili með Aubameyang.“
,,Aubameyang er leikmaður sem getur rifið í sig þessa deild og við verðum að bíða og sjá hvernig það fer.“