fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
433

Íhugar sterklega að yfirgefa Real – United undirbýr risatilboð

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.

Hér má sjá pakka dagsins.

Manchester United hefur sent lokatilboð í varnarmanninn Toby Alderweireld sem spilar með Tottenham. (Mirror)

Chelsea mun borga 89 milljónir punda fyrir Jan Oblak, markvörð Atletico Madrid en hann er með kaupákvæði í samningi sínum. (Mundo Deportivo)

WesT Ham hefur áhuga á Carlos Sanchez, 32 ára gömlum miðjumanni Fiorentina sem var áður hjá Aston Villa. (Mirror)

Arsenal er tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Danny Welbeck í sumar. (Standard)

Luka Modric íhugar það sterklega að yfirgefa Real Madrid og freistar þess að fara til Inter Milan. (La Sexta)

Everton er að fá til sín vængmanninn Bernard sem spilaði síðast með Shakhtar Donetsk í Úkraínu. (Mail)

Manchester United undirbýr nú risatilboð í miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic há Lazio. (Calciomercato)

Mateo Kovacic, leikmaður Real Madrid, neitar þessa stundina að mæta á æfingar en hann vill komast burt. (Marca)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Andri framlengir í Garðabæ

Andri framlengir í Garðabæ
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa

Breiðablik staðfestir kaup á Ágústi frá Genoa