Graeme Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki viss um að kaup liðsins á Alisson í sumar muni borga sig.
Alisson verður markvörður númer eitt á Anfield en hann var keyptur á risaupphæð frá Roma í sumar.
Souness er þó ekki sannfærður en Alisson á ekki of marga leiki að baki fyrir svo stórt lið.
,,Að fá markmann var klárlega í fyrsta sæti hjá Liverpool og þeir slóu heimsmetið með því að fá Alisson á 67 milljónir punda,“ sagði Souness.
,,Hann hefur spilað í Brasilíu og Portúgal en var fyrir það varamarkvörður fyrir Wojciech Szczesny hjá Roma sem var í vandræðum hjá Arsenal á Englandi.“
,,Hann er ekki að koma hingað með 300-400 leiki á bakinu í hæsta gæðaflokki og þó að hann hafi kostað svona mikið þá eru þarna ákveðin spurningamerki.“