Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur útskýrt hvernig það er miklu auðveldara fyrir félagið að fá leikmenn í dag en fyrir nokkrum árum.
Liverpool hefur verið á mikilli uppleið samkvæmt Klopp en liðið komst í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.
Mörg stór nöfn hafa skrifað undir á Anfield eftir komu Klopp og hefur hann nú greint frá hvernig hann fær þá til að koma til félagsins.
,,Við erum komnir aftur í hóp bestu liða Evrópu. Það er stórt afrek. Öllum er eiginlega sama en það er stórt afrek,“ sagði Klopp.
,,Við finnum fyrir því þegar við fáum leikmenn. Við segjum ekki við þá ‘Liverpool er ekki eins slæmt og allir segja, félagið er ennþá til og við erum hér.’
,,Við erum á skjánum fyrir alla leikmenn heims. Þeir sáu okkur á síðustu leiktíð og árið áður og sáu hvað við gerðum.“
,,Það er miklu auðveldarar að sannfæra þá, við þurfum í raun ekki að gera það.“