Lucas Digne, leikmaður Everton, hefur hafnað Liverpool tvisvar á ferlinum en hann greinir sjálfur frá þessu.
Digne hefur verið í sviðsljósinu undanfarið eftir að mynd birtist af húðflúri leikmannsins eftir að hann skrifaði undir á Goodison Park.
‘Never walk alone’ er skrifað stórum stöfum á bringu Digne en stuðningsmannalag Liverpool er einmitt ‘You’ll Never Walk Alone’.
Digne segir þó að húðflúrið sé ekki tengt knattspyrnu og segist þá vita af hverju stuðningsmenn Liverpool eru reiðir.
,,Þetta tengist fótbolta ekki neitt. Þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gamall þá fékk ég hálsmen að gjöf frá foreldrum mínum með þessum orðum. Eftir það lét ég húðflúra orðin á mig,“ sagði Digne.
,,Kannski eru stuðningsmenn Liverpool reiðir því ég hafnaði þeim tvisvar. Ég er blár!“