Nwankwo Kanu, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það þurfi kraftaverk til þess að liðið vinni deildina á næstu leiktíð.
Arsenal hefur fengið marga nýja leikmenn inn í sumar og er stjórinn Unai Emery þá á sínu fyrsta tímabili.
Kanu býst ekki við að sitt fyrrum félag fagni sigri í deildinni en vonast þó innilega eftir kraftaverki.
,,Við þufum að gera honum tíma til að koma inn með sinn eigin stíl og hvernig hann vill spila,“ sagði Kanu.
,,Það tekur tíma fyrir nýja menn og nýja leikmenn að aðlagast en ef þeir gera það strax og vinna deildina þá væri það kraftaverk, ég vona að það gerist.“