Arsenal á Englandi varð fyrir áfalli í kvöld en ljóst er að varnarmaðurinn Sead Kolasinac verður lengi frá vegna meiðsla.
Kolasinac er að glíma við hnémeiðsli sem hann hlaut í æfingaleik gegn Chelsea á miðvikudag.
Bakvörðurinn lenti í árekstri við Victor Moses í leiknum og lá eftir sárþjáður í grasinu.
Nú er það komið á hreint að Bosníumaðurinn verði frá í átta til tíu vikur vegna meiðslana.
Kolasinac missir því að allt að átta fyrstu leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildin en deildin hefst í næstu viku.