Sparkspekingurinn Andy Gray telur að tími Jose Mourinho hjá Manchester United sé liðinn og að það sé komið að öðrum að taka við.
Gray starfar í dag fyrir sjónvarpsstöðina beIN Sports en hann var lengi einn sá vinsælasti á Sky Sports.
Zinedine Zidane er talinn sá líklegasti til að taka við af Mourinho en hann yfirgaf Real Madrid í sumar.
Gray er þó með annað nafn í huga en hann telur að Roberto Martinez, stjóri belgíska landsliðsins, væri kjörinn í starfið.
Gray og Richard Keys, samstarfsmaður hans, ræddu um framtíð Mourinho eftir 3-0 tap gegn Tottenham á Old Trafford í gær.
,,Ég tel að tíma hans hjá United sé lokið. Félagið er í krísu. Leikmenn vilja ekki spila fyrir hann og vilja ekki fara þangað. Þeir spila ekki spennandi fótbolta,” sagði Keys um Mourinho.
Gray svaraði þá Keys eftir stutta umræðu um Zidane og nefndi Martinez til sögunnar.
,,Ég skal nefna annan sem gæti tekið við [fyrir utan Zidane] og þið gætuð hlegið að mér. Roberto Martinez.”