Markvörðurinn Alisson Becker hefur byrjað með prýði á Englandi en hann var keyptur til Liverpool í sumar.
Alisson tekur við af Loris Karius sem hefur gert tveggja ára langan lánssamning við Besiktas í Tyrklandi.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki lengi að losa sig við Karius eftir tvö mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, er ánægður með Klopp en hann ræddi Þjóðverjann í Messunni í gær
„Ég er ánægður með hvað Klopp er ‘ruthless’. Hann var með einhvern þýskan trúð í markinu sem eyðilagði fyrir honum Meistaradeildina. Hann fór bara í úrslit Meistaradeildarinnar og henti leiknum í ruslið fyrir Liverpool,“ sagði Hjörvar.
„Hann er búinn að henda honum til Tyrklands í tvö ár, skrifað undir í dag og bless. Þú verður að vera svona til að vinna titla og ná árangri. Hann áttaði sig á því að Karius væri bara ekki nógu góður markmaður til að taka þetta næsta skref.“