fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
433Sport

Mignolet hundfúll eftir félagaskipti Karius – ,,Af hverju fær hann að fara en ekki ég?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, er mjög pirraður eftir félagaskipti Loris Karius til Besiktas.

Karius skrifaði undir lánssamning við Besiktas í gær en hann var aðalmarkvörður Liverpool á síðustu leiktíð.

Alisson Becker er nú aðalmarkvörður liðsins sem þýðir að Mignolet er enn númer tvö hjá félaginu.

Belginn vill fá að spila en félagið hefur komið í veg fyrir félagaskipti hans í sumar.

,,Félagaskipti Karius breyta engu fyrir mig. Ég hef alltaf verið skýr: Ég vil fá að spila,“ sagði Mignolet.

,,Hvort sem ég sé númer tvö eða þrjú, það skiptir ekki máli. Það skiptir máli að ég fái að spila.“

,,Það hefur enginn rætt við mig eftir að Loris fór. Ég veit ekki hvernig mín framtíð lítur út. Við sjáum hvað gerist í þessari viku.“

,,Það er ansi skrítið að Karius hafi fengið að fara á láni og það var líka í boði fyrir mig. Af einhverjum ástæðum var það hins vegar ekki möguleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn

Forsetinn og sonur hans handteknir eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“

Höskuldur brattur fyrir mikilvægan leik – „Kemur ekkert annað til greina en að keyra yfir þetta“