Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur verið gagnrýndur í sumar fyrir hvernig hans menn hafa þótt spila í sínum leikjum.
United hefur ekki þótt sannfærandi í byrjun tímabils en Phil Neville, fyrrum leikmaður liðsins, skilur ekki þessa gagnrýni stuðningsmanna.
Neville segir að það sé ógeðslegt að gagnrýna hvernig Mourinho fer að enda um einn sigursælasta þjálfara heims að ræða.
,,Þessi gagnrýni er ógeðsleg. Ég las um daginn að aðferðir hans væru ekki í takt við nútímann og það er mesta óvirðing sem ég hef heyrt,“ sagði Neville.
,,Hvernig heldur þetta fólk að þessar aðferðir hans séu útrunnar þegar hann kemur til baka og vinnur Manchester slaginn á síðustu leiktíð, 3-2?“
,,Voru aðferðir hans ekki í lagi þá? Ég held að ferilskráin hans tali sínu máli.“