Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Arsenal, segir að hann þurfi ekki á gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins að halda.
Arsenal hefur legið undir gagnrýni undanfarið eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Mkhitaryan segir að stuðningsmenn séu að hjálpa engum með þessari hegðun og veit sjálfur hvað sé að ef illa gengur.
,,Ég er minn harðasti gagnrýnandi og ég þarf ekki auka gagnrýni,“ sagði Mkhitaryan við the BBC.
,,Ég veit vel hvað ég get gefið liðinu og hvað þetta lið getur gefið mér.“