Max Meyer skrifaði nokkuð óvænt undir hjá Crystal Palace í sumar en hann var fáanlegur á frjálsri sölu.
Meyer hefur oft verið orðaður við stórlið í Evrópu en þessi 22 ára gamli leikmaður vildi alls ekki krota undir nýjan samning í Þýskalandi.
Viðhorf Meyer hefur komið honum í vandræði en hann bað um alltof há laun og er nú að spila fyrir Palace.
Meyer hefur nú skotið á sitt fyrrum félag Schalke, lið sem hefur margoft spilað í Evrópukeppnum undanfarin ár.
,,Við getum átt mjög gott tímabil hérna. Við erum með mikil gæði í þessu liði. Ef þú berð það saman við Schalke þá erum við jafn sterkir, jafnvel sterkari,“ sagði Meyer.
Palace hefur ekki verið að gera neina ótrúlega hluti síðustu ár en liðið hafnaði í 11. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.