Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur ákveðið að gera vel við leikmenn liðsins en hann tók við enska félaginu í sumar.
Sarri hefur algjörlega breytt æfingaplani Chelsea en leikmenn mæta nú mun seinna á æfingar en undir stjórn Antonio Conte.
Samkvæmt enskum miðlum er þessi ákvörðun Sarri vinsæl en hann gefur leikmönnum tækifæri á að eyða fyrri hluta dags með börnum sínum og fjölskyldu.
Conte var mjög strangur á æfingasvæðinu en Sarri hefur einnig hreinsað út nokkrar reglur sem landi sinn setti hjá félaginu.
Leikmenn Chelsea geta nú eytt morgninum með fjölskyldu sinni en hann skilur það að leikmenn eigi líf fyrir utan fótboltavöllinn.
Sarri vann sjálfur í banka þar til hann varð fertugur en þá tók hann við sínu fyrsta liði.