Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Bæði Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Harry Kane, leikmaður Tottenham höfnuðu því að ganga í raðir Real Madrid í sumar. (El Pais)
Danny Rose, bakvörður Tottenham, er opinn fyrir því að ganga í raðir PSG en hann hafnaði liði Schalke fyrr í sumar. (Evening Standard)
Tottenham hefur þó ekki fengið nein tilboð í belgíska varnarmanninn Toby Alderweireld. (Talksport)
Manchester City íhuga að reyna að fá markvörðinn Keylor Navas í láni frá Real Madrid til að taka við af Claudio Bravo sem meiddist en hann er varamarkvörður liðsins. (AS)
Liverpool og Borussia Dortmund eru í viðræðum vegna framherjans Divock Origi en Dortmund vill fá hann í sumar. (ESPN)
James Collins gæti verið að snúa aftur til West Ham aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa yfirgefið félagið frítt. (Sun)
Steve McClaren, stjóri QPR, vill fá framherjann Tomer Hemed í sumar frá Brighton og Nahki Wells, framherja Burnley. (Sun)