Miðjumaðurinn Aaron Ramsey verður samningslaus næsta sumar en hann er á mála hjá Arsenal á Englandi.
Arsenal hefur ítrekað reynt að fá Ramsey til að skrifa undir síðustu vikur en það hefur gengið illa.
Liðið gæti neyðst til að selja Ramsey í janúarglugganum til að forðast það að missa hann frítt næsta sumar.
Samkvæmt fréttum á Englandi vill Ramsey fá sömu laun og Mesut Özil hjá Arsenal en félagið er ekki tilbúið að borga svo mikið.
Ramsey fær 110 þúsund pund á viku þessa stundina en Özil fær mun hærri laun eða í kringum 350 þúsund pund á viku.