Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur enn eina ferðina gagnrýnt núverandi leikmann liðsins, Paul Pogba.
Pogba var fyrirliði í 3-2 tapi gegn Brighton um helgina en United hefur oft spilað betur en í þeim leik.
Eftir leikinn sagði Pogba að viðhorf leikmanna United hafi verið mjög rangt og var Scholes ekki hrifinn af þeim ummælum.
,,Það vantar leiðtoga í þetta lið og þess vegna héldum við að Pogba gæti verið fullkominn í það hlutverk en hann var ekki þarna,“ sagði Scholes.
,,Hann átti enn einn leik þar sem hann var slakur. Hann er svo óstöðugur. Ég vona innilega að þessi ummæli hans hafi verið mistúlkuð.“
,,Það er ekki hægt að verja þessi ummæli hans, það er ómögulegt.“