Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Paris Saint-Germain hefur áhuga á að fá miðjumanninn Ivan Perisic frá Barcelona en spænska félagið hefur ekki áhuga á að selja. (Marca)
Oleksandr Zinchenko, 21 árs gamall leikmaður Manchester City er á leið til Real Betis á Spáni á láni. (Sun)
Chelsea vill halda miðjumanninum Ruben Loftus Cheek sem er ósáttur með að fá ekki nógu mörg tækifæri. (Telegraph)
Middlesbrough er að tryggja sér Yannick Bolasie og Muhamed Besic, leikmenn Everton á láni. (Star)
Younes Kaboul, varnarmaður Watford, gæti verið á leið til Nantes í Frakklandi en hann er ekki inni í myndinni hjá Javi Gracia. (Watford Observer)
Það eru 50 prósent líkur á því að varnarmaður Bayern Munchen, Jerome Boateng, sé á leið til PSG. (Sky)
Stoke er að undirbúa 6,5 milljóna punda tilboð í Ryan Woords, miðjumann Brentford. (Telegraph)