Gylfi Þór Sigurðsson var frábær fyrir lið Everton um helgina er liðið vann Southampton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi þótti ekki ná sér alveg nógu vel á strik á síðustu leiktíð eftir að hafa komið til liðsins frá Swansea.
Don Hutchinson, fyrrum leikmaður Everton, segir að það sé skylda fyrir Marco Silva, þjálfara Everton, að velja okkar mann í byrjunarliðið.
,,Ef þú ert að stilla upp liði og vilt skapandi leikmann þá myndirðu alltaf velja Gylfa í byrjunarliðið,“ sagði Hutchinson.
,,Hann er í öðrum gæðaflokki en aðrir. Hann er eitraður í föstum leikatriðum og getur alltaf fundið samherja.“
,,Fyrst og fremst þarftu að hafa tæknilegu gæðin til að ná sendingunni en þú þarft líka sjónina til sjá hvert boltinn á að fara.“