Liverpool fékk vítaspyrnu í gær í 2-0 sigri á Crystal Palace en Mohamed Salah féll þá í teignum eftir viðskipti við Mamadou Sakho.
Luka Milivojevic, leikmaður Palace, er á því máli að dómurinn hafi verið rangur og reyndi að fá Salah til að viðurkenna það fyrir dómaranum.
,,Ég bað hann um að segja dómaranum að þetta væri ekki víti en hann sagði að þetta hafi verið víti,“ sagði Milivojevic.
,,Þetta var ekki vítaspyrna. Það var mín skoðun þegar ég sá þetta á vellinum og líka eftir leikinn.“
,,Mama reyndi að ná boltanum en náði því ekki en ég tel ekki að hann hafi snert manninn.“
,,Ég sá enga snertingu á Salah. Fyrir mér var þetta mjög augljóst, þetta var ekki víti.“