Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur verið í umræðunni í sumar en margir vilja meina að það sé honum fyrir bestu að yfirgefa félagið.
Mourinho virðist ekki vera að ná því besta úr liði United sem tapaði 3-2 gegn Brighton um helgina.
Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, vill meina að það væri best fyrir Portúgalann að fara og taka sér gott frí frá fótbolta.
,,Það sem hann þarf að gera núna er að komast burt frá Manchester United eins fljótt og hægt er,“ sagði Collymore.
,,Hann mun örugglega ekki gera það því umboðsmaður hans, Jorge Mendes, mun segja honum að bíða eftir sparkinu svo hann fái borgað.“
,,Hann ætti að fara og segjast þurfa tíma fyrir sjálfan sig. Alveg eins og Pep Guardiola gerði þegar hann yfirgaf Barcelona.“
,,Þessir þjálfar eru í sviðsljósinu allan sólahringinn. Þetta eru 12 mánuðir á ári þar sem þú planar og spilar fótbolta. Það getur tekið á andlega.“
,,Við erum ekki að horfa á mann sem hefur misst eitthvað taktíklega eða mann sem er þrjóskur og vill ekki breytast.“
,,Þetta er maður sem þarf að taka sér frí og eyða tíma með fjölskyldunni og í heimalandinu. Hann þarf að ferðast um heiminn og horfa á leiki og finna sjálfan sig á ný.“
,,Hann lítur út fyrir að vera þreyttur, reiður og ákafur og það mun aldrei koma sér vel hjá Manchester United.“