Liverpool á Englandi hefur fengið til sín öfluga leikmenn í sumar og ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð.
Liverpool keypti miðjumennina Naby Keita og Fabinho áður en markvörðurinn Alisson var fenginn frá Roma.
Alisson varð dýrasti markvörður heims er hann gekk í raðir Liverpool en hann kostaði 67 milljónir punda.
Nokkrir leikmenn gætu yfirgefið Liverpool í sumar eftir þessi kaup en félagið þarf að jafna út bankabókina.
The Mirror tók saman lista yfir sjö leikmenn sem gætu verið til sölu í sumar og má sjá listann hér fyrir neðan.
Danny Ings
Ings kom til Liverpool frá Burnley árið 2015 en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning framherjans. Hefur lítið sem ekkert spilað.
Divock Origi
Origi kom til Liverpool frá Lille árið 2014 en Brendan Rodgers fékk hann til félagsins. Var í láni hjá Wolfsburg á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði sex mörk.
Simon Mignolet
Mignolet vill ekki vera þriðji markvörður Liverpool á næstu leiktíð og er orðaður við Barcelona.
Lazar Markovic
Það hefur ekkert gengið hjá Serbanum á Anfield. Var talinn mikið efni á sínum tíma er hann kom til liðsins frá Benfica. Anderlecht, Getafe og Leganes hafa áhuga.
Pedro Chirivella
Rosenborg í Noregi hefur áhuga á þessum 21 árs gamla leikmanni sem hefur undanfarna mánuði spilað í Hollandi á láni.
Marko Grujic
Grujic var sá fyrsti sem Jurgen Klopp fékk til félagsins en hann var í láni hjá Cardiff á síðustu leiktíð. Gæti verið fáanlegur á 15 milljónir punda.
Sheyi Ojo
Ekki er líklegt að Liverpool selji Ojo sem var í láni hjá Fulham á síðustu leiktíð. Félagið er þó tilbúið að lána hann aftur í sumar.