Newcastle United hefur fest kaup á framherjanum Yoshinori Muto en hann kemur til liðsins frá Mainz.
Newcastle náði samkomulagi við Mainz í síðasta mánuði en Muto átti eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi.
Það tókst að lokum vegna þess að Muto er japanskur landsliðsmaður og á að baki 25 leiki fyrir sína þjóð.
Muto spilaði með Mainz í þrjú ár en hann skoraði alls 20 deildarmörk í 66 leikjum fyrir liðið.
Japaninn er fimmti leikmaðurinn sem Newcastle fær í sumarglugganum.