Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt miðjumanninn Paul Pogba hvað mest.
Pogba hefur verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu stabíll á miðju United en stöðugleiki er talin vera vandamál í hans leik.
Scholes vonar að Frakkinn verði þó áfram á Old Trafford en hann er orðaður við Barcelona.
Scholes telur að Pogba henti Barcelona þó ekki og vonar að hann sýni sitt rétta andlit á þessu tímabili.
,,Ég sé bara Pogba ekki fyrir mér sem leikmann Barcelona. Við vonum að hann verði hér áfram, öll lið vilja halda sínum bestu leikmönnum,“ sagði Scholes.
,,Hann er með mögnuð gæði en hann sýnir þau ekki nógu oft. Vonandi getur hann hjálpað United að berjast um titilinn.“