Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur verið töluvert gagnrýndur af sérfræðingum sem og hóp af stuðningsmönnum liðsins.
Margir vilja meina að Özil sé ekki nógu stöðugur og að hann nenni stundum ekki að spila leiki liðsins eða að verjast.
Nwankwo Kanu, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að það sé kominn tími á að fólk sætti sig við veikleika leikmannsins.
,,Allir leikmenn eru mismunandi. Það sem þú þarft eru hans styrkleikar en ekki veikleikar,“ sagði Kanu.
,,Hann getur reynt að bæta sig í því sem hann er slakur í en þú getur ekki breytt leikmanninum.“
,,Þú annað hvort sættir þig við hvernig hann er eða selur hann. Þú vilt ekki sjá Diego Maradona eða Lionel Messi hlaupa til baka, þú vilt sjá þá gera það sem þeir kunna að gera.„