Chelsea 3-2 Arsenal
1-0 Pedro(9′)
2-0 Alvaro Morata(20′)
2-1 Henrikh Mkhitaryan(37′)
2-2 Alex Iwobi(41′)
3-2 Marcos Alonso(81′)
Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Chelsea og Arsenal áttust við á Stamford Bridge.
Það var boðið upp á gríðarlega fjörugan fyrri hálfleik í dag þar sem fjögur mörk voru skoruð í London.
Chelsea byrjaði betur og komst í 2-0 en þeir Pedro og Alvaro Morata sáu um að gera mörk heimamanna.
Útlitið var því svart fyrir gestina en Arsenal svaraði frábærlega og jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks.
Henrikh Mkhitaryan byrjaði á því að minnka muninn fyrir Arsenal með fínu skoti áður en Alex Iwobi jafnaði metin í 2-2.
Seinni hálfleikur var ekki eins fjörugur en þeir bláklæddu gerðu eina markið er bakvörðurinn Marcos Alonso skoraði.
Eden Hazard átti gott hlaup á vinstri vængnum og fann Alonso í vítateignum sem tryggði Chelsea 3-2 sigur.