Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United neitar að selja miðjumanninn Paul Pogba til Barcelona en hann vill sjálfur komast þangað. (Sun)
Arsenal er viss um að félagið geti haldið miðjumanninum Aaron Ramsey sem er á óskalista Barcelona og Lazio. (Mirror)
Moussa Sissoko, leikmaður Tottenham, hefur sagt stuðningsmönnum að hann sé ekki á förum frá félaginu. (Talksport)
Chelsea ræddi við framherjann Nabil Fekir í sumar en ákvað að kaupa leikmanninn ekki frá Lyon. (Goal)
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, hefur hætt við að fá miðjumanninn Yaya Toure á frjálsri sölu. (Sun)
Cuco Martina, leikmaður Everton, er á leið til annað hvort Stoke eða Middlesbrough. (Echo)