Framherjinn Joel Campbell hefur losnað frá Arsenal á Englandi þar sem hann hefur verið síðustu sjö ár.
Campbell hefur verið samningsbundinn Arsenal í langan tíma en hann kom til félagsins aðeins 19 ára gamall.
Campbell fékk þó afar fá tækifæri í aðalliðinu og hefur spilað með fjölmörgum liðum á láni.
Lorient, Real Betis, Villarreal, Olympiakos og Sporting Lisbon eru þau lið sem Campbell hefur leikið fyrir síðustu ár.
Framherjinn losnaði nú loksins frá Arsenal en hann gerði samning við Frosinone á Ítalíu í dag.
Frosinone er í efstu deild á Ítalíu og með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson.