fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Fyrrum undrabarn Arsenal sannfærði Guendouzi um að skrifa undir

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 17:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Matteo Guendouzi var eftirsóttur í sumar en hann skrifaði undir samning við Arsenal eftir viðræður við mörg félög.

Guendouzi er aðeins 19 ára gamall og er talinn mikið efni en hann var áður hjá Lorient í Frakklandi.

Guendouzi segist hafa rætt við fyrrum leikmann Arsenal, Jeremie Aliadiere en þeir voru saman hjá Lorient.

Aliadiere var hjá Arsenal í sjö ár frá 2001 til 2007 en hann lék alls 29 deildarleiki fyrir liðið.

Aliadiere var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma en ferill hans náði aldrei þeim hæðum sem búist var við.

,,Það er rétt að það voru mörg lið sem sýndu mér áhuga. Ég ræddi við nokkur af stærstu félögum Evrópu,“ sagði Guendouzi.

,,Um leið og ég heyrði frá Arsenal þá var ákvörðunin mjög einföld og ég er ánægður með að vera kominn hingað.“

,,Ég ræddi við Jeremie um Arsenal og hann sagði mér að ég gæti bætt mig mikið hérna og lært af starfsfólkinu.“

,,Hann talaði alltaf mjög vel um liðið og sannfærði mig um að þetta væri rétt ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina