Miðjumaðurinn Tiemoue Bakayoko gerði samning við AC Milan í dag en hann kemur til liðsins frá Chelsea.
Bakayoko gekk aðeins í raðir Chelsea síðasta sumar en stóð alls ekki undir væntingum.
Chelsea gaf Bakayoko því leyfi til að fara annað í sumar og skrifar hann undir lánssamning út tímabilið.
Milan getur svo keypt leikmanninn næsta sumar ef hann stendur fyrir sínu á San Siro.
Bakayoko er 29. leikmaðurinn sem Chelsea sendir á lán í sumar en margir ungir og efnilegir leikmenn hafa einnig farið annað.
Aðrir reynslumeiri leikmenn fóru einnig annað á láni og má nefna Eduardo, Kurt Zouma, Baba Rahman, Michy Batshuayi og Kenedy sem hafa allir verið í aðalliðinu.