Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
AC Milan er að tryggja sér miðjumanninn Tiemoue Bakayoko á láni frá Chelsea og gæti keypt hann næsta sumar á 35 milljónir punda. (Sun)
Loris Karius, markvörður Liverpool, er á óskalista Besiktas í Tyrklandi en félagið vill fá hann á láni. (Sun)
Jason Denayer, leikmaður Manchester City, neitar að fara annað á láni og vill komast endanlega til Galatasaray í Tyrklandi. (Star)
Cristiano Ronaldo hefur sagt Juventus að kaupa miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic sem spilar með Lazio. (Star)
Thilo Kehrer, 21 árs gamall leikmaður Schalke er á leið til PSG fyrir 33 milljónir punda. (Guardian)
Real Betis gæti boðið í Joao Mario, 25 ára gamlan leikmann Inter sem er ekki inni í mynd félagsins. (Mundo Deportivo)
Manchester United er í viðræðum við Fenerbahce sem vill fá varnarmanninn Marcos Rojo. (Mirror)