Sam Allardyce, fyrrum stjóri enska landsliðsins, segir að tap Arsenal gegn Manchester City í gær sé þjálfaranum Unai Emery að kenna.
Allardyce skilur ekki af hverju Emery vildi fá sitt lið til að spila boltanum á milli sín á eigin vallarhelmingi er leikmenn City pressuðu heimamenn gríðarlega.
,,Þetta er þjálfaranum að kenna, þetta er honum að kenna,“ sagði Allardyce í samtali við TalkSport.
,,Þú átt ekki að spila svona gegn Manchester City. Hvað gerir Manchester City? Þeir pressa, svo af hverju ertu að reyna að spila boltanum út þegar þeir pressa, pressa og pressa.“
,,Við erum orðnir helteknir þessari heimsku að spila boltanum úr eigin vítateig, að splitta upp varnarmönnunum og komast í gegn út frá því. Það er algjört bull að spila þannig í hvert skipti.“
,,Þegar þú ert bestur í því eins og Manchester City þá er möguleiki fyrir þig að gera það.“