Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins
Luka Modric hefur ákveðið að yfirgefa ekki Real Madrid í sumar en hann hefur verið orðaður við Inter Milan. (AS)
Modric mun þess í stað skrifa undir nýjan samning við Real og fær hann nú sömu laun og Sergio Ramos. (Marca)
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, vill spila áfram með liðinu og sanna sig á Englandi. (RMC)
Bordeaux, Rennes og Saint-Etienne hafa öll áhuga á Patrick Roberts, 21 árs gömlum leikmanni Manchester City. (Sun)
Nikoal Vlasic, 20 ára gamall leikmaður Everton, er á leið til CSKA Moskvu í Rússlandi. Hörður Björgvin Magnússon spilar með liðinu. (Sport24)
Joe Bryan, nýr leikmaður Fulham, hætti við á síðustu stundu að ganga í raðir Aston Villa. (Bristol Post)