Chelsea byrjar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni ansi vel en liðið mætti Huddersfield í fyrstu umferð í dag.
Chelsea hafði betur örugglega í dag en þeir N’Golo Kante, Jorginho og Pedro sáu um að skora mörk liðsins í 3-0 sigri.
Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff sem mætti Bournemouth á sama tíma og tapaði 2-0.
Ryan Fraser skoraði fyrra mark Bournemouth í fyrri hálfleik áður en Callum Wilson bætti við öðru undir lok leiksins.
Nýliðar Fulham byrja þá tímabilið á 2-0 tapi gegn Crystal Palace og Watford vann góðan 2-0 heimasigur á Brighton.
Huddersfield 0-3 Chelsea
0-1 N’Golo Kante(34′)
0-2 Jorginho(víti, 45)
0-3 Pedro(80′)
Bournemouth 2-0 Cardiff
1-0 Ryan Fraser(24′)
2-0 Callum Wilson(91′)
Fulham 0-2 Crystal Palace
0-1 Jeffrey Schlupp(41′)
0-2 Wilfried Zaha(80′)
Watford 2-0 Brighton
1-0 Roberto Pereyra(35′)
2-0 Roberto Pereyra(54′)