fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Úttekt á Íslendingaliðunum í ensku úrvalsdeildinni: Hvernig mun Everton ganga?

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 18:50

Gylfi er besti spyrnumaður deildarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin hefst um helgina og knattspyrnudeild DV, 433 mun fylgjast grannt með gangi mála. Þrír Íslendingar leika með úrvalsdeildarliðum, Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff, Gylfi Sigurðsson hjá Everton og Jóhann Berg Guðmundsson hjá Burnley. 433 greinir stöðu liðanna þriggja, mikilvægi Íslendinganna innan þeirra og spáir fyrir um lokasæti.

 

EVERTON

Gylfi Þór Sigurðsson mun klæðast treyju númer tíu hjá Everton þegar enska úrvalsdeildin hefst á föstudag. Gylfi er að hefja sitt annað tímabil með þeim bláklæddu en hann kom til félagsins frá Swansea síðasta sumar.

Gylfi mun eflaust spila stórt hlutverk í liðinu á tímabilinu en Marco Silva er nú tekinn við stjórn liðsins og hann er aðdáandi íslenska landsliðsmannsins. Miklar væntingar eru gerðar til Everton sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

 

Everton á síðustu leiktíð:

Sæti: 8

Mörk skoruð: 44

Mörk fengin á sig: 58

Skot að meðaltali í leik: 9,4

Gul spjöld: 51

Rauð spjöld: 3

Heppnaðar sendingar: 74,3%

 

Everton spilar undir stjórn Marco Silva á leiktíðinni en hann tók við keflinu í sumar af Sam Allardyce. Gylfi hefur sjálfur staðfest að margar breytingar séu að eiga sér stað hjá félaginu sem hefur haft þrjá knattspyrnustjóra á einu ári. Ronald Koeman fékk Gylfa til liðsins en eftir slæma byrjun í fyrra. Þegar hann var rekinn tók Allardyce við.

Pressan er augljóslega mikil á Silva og félögum. Liðið hefur eytt fúlgum í leikmenn undanfarin tvö tímabil og stefnan er sett á Evrópusæti í vetur. Everton hafa allt til að geta náð góðum árangri og spilað flottan fótbolta en sumt þarf að breytast.

Helst ber að nefna frammistöðu liðsins gegn stórliðum deildarinnar. Liðið tapaði átta af tólf leikjum gegn „hinum stóru sex“ á síðasta tímabili og oftar en ekki voru töpin stór. Liðið fékk til að mynda á sig tíu mörk í tveimur leikjum gegn Arsenal.

 

Lykillinn:

Til að ná góðum árangri verður Everton að ná stöðugleika. Liðið byrjaði tímabilið vel í fyrra og vann 1-0 sigur á Stoke og gerði svo 1-1 jafntefli við Manchester City. En eftir það unnu Everton aðeins einn af átta leikjum sínum,  2-1 sigur á Bournemouth í sjöttu umferð.

Mjög mikilvægt er fyrir Silva að slípa þetta lið saman á stuttum tíma en hann hefur ekki fengið mikinn tíma til að vinna með þessum leikmönnum í sumar. Ronald Koeman keypti marga leikmenn fyrir síðasta tímabil og það kom augljóslega niður á liðinu. Skipulagið var lítið og leikmenn þekktu hvorn annan ekki neitt. Gengi liðsins lagaðist töluvert eftir að Allardyce tók við liðinu af Koeman en fram að því var vonleysið algert.

Leikmenn eins og Gylfi, Richarlison, Theo Walcott, Cenk Tosun, Seamus Coleman, Lucas Digne og Michael Keane verða að stíga upp í leikjum liðsins og verður athyglisvert að sjá hvernig byrjunarliðið mun líta út í fyrstu umferð.

Vopn liðsins:

Leikmannahópur Everton er mjög öflugur og spennandi. Hann er sterkari en hópar margra annarra liða í deildinni og það þarf að sjást. Liðið hefur einstaklinga innanborðs sem eiga að geta yfirspilað andstæðinga sína.

Í liðinu eru einnig mjög reynslumiklir leikmenn á borð við Leighton Baines, Phil Jagielka, Morgan Schneiderlin, Theo Walcott og Seamus Coleman sem vita hvað þarf til að vinna leiki í þessari deild. Vopn liðsins er einfaldlega að notfæra sér leikmannahópinn til fulls því að breiddin er mikil, bæði í vörn og sókn.

Liðið þarf að treysta á mörk frá leikmönnum eins og Gylfa, Walcott, Tosun og Richarlison sem allir kunna að koma boltanum í netið. Liðið skoraði aðeins 44 mörk í deildinni á síðustu leiktíð sem er alls ekki nóg. Wayne Rooney var þá markahæsti leikmaður liðsins í deildinni, með tíu mörk, en hann er nú farinn annað. Mörkin þurfa því að koma annars staðar frá.

Milli stanganna stendur Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, og vonandi fyrir Everton þá verður varnarleikurinn skipulagðari en á hans fyrsta tímabili í fyrra.

 

Gylfi Þór Sigurðsson:

Óhætt er að fullyrða að Gylfi Sigurðsson er maðurinn sem á að koma Everton í Evrópusæti. Allir vita hversu góður knattspyrnumaður hann er. Gylfi getur skilað mörkum og stoðsendingum þó að hann hafi átt ansi rólegt fyrsta tímabil hjá liðinu.

Gylfi skoraði aðeins fjögur mörk í deild á sinni fyrstu leiktíð á Goodison Park og lagði upp önnur þrjú. Stöðugleiki hefur ávallt verið lykilatriði í leik Gylfa og breytingarnar hjá Everton síðasta sumar hjálpuðu honum ekki. Gylfi var oft notaður á vængnum eftir að Wayne Rooney kom frá Manchester United en það er ekki hans sterkasta staða. Vonandi áttar Silva sig á því.

Gylfi þarf að fá að vera aðalmaðurinn hjá liðinu. Hann ætti að taka allar aukaspyrnur, hornspyrnur og vítaspyrnur enda einn besti spyrnumaður deildarinnar. Um leið og hann finnur fyrir trausti og spilar sjálfstraustið kemst í gang þá stöðvar hann fátt því að gæðin eru til staðar. Spil Everton á að fara í gegnum leikmenn eins og Gylfa sem kunna að búa sér til pláss og eru með eitraðan skot og sendingarfót.

 

Tölfræði Gylfa á síðustu leiktíð:

Leikir: 27

Mörk: 4

Stoðsendingar: 3

Sendingar: 700

Fyrirgjafir: 150

Heppnaðar fyrirgjafir: 23%

Skot: 39

Skot á mark: 12

 

Gylfi ætti að smellpassa inn í hugmyndafræði Silva sem vill spila sókndjarfan fótbolta og skemmta áhorfendum. Ef hann breytir of miklu og skiptir um leikkerfi í hverjum leik þá gætu skapast vandræði fyrir Gylfa og aðra leikmenn.

 

Staðan á leikmannahópnum:

Everton hefur losað sig við marga leikmenn í sumar en tveir góðir voru keyptir á háar upphæðir. Sóknarmaðurinn Richarlison var keyptur frá Watford en hann var frábær undir stjórn Silva þegar þeir unnu saman þar. Richarlison er aðeins tvítugur og var einn allra besti leikmaður Watford á síðustu leiktíð.

Everton keyptu einnig bakvörðurinn Lucas Digne frá Barcelona. Hann lék áður með Lille, Paris St. Germain og Roma og hefur því mikla reynslu þrátt fyrir að vera aðeins 25 áa. Það er öflugur fengur fyrir liðið.

Fjölmargir leikmenn sem þóttu ekki standa undir væntingum á síðasta tímabili eru farnir annað. Má þar nefna Kevin Mirallas, Ashley Williams, Ramiro Funes Mori, Wayne Rooney og Davy Klaassen.

Leikmenn inn:

Richarlison (Watford) – Keyptur
Lucas Digne (Barcelona) – Keyptur
Joao Virginia (Arsenal) – Keyptur
Bernard (Shakhtar Donetsk) – Á frjálsri sölu
Yerry Mina (Barcelona) – Keyptur
Andre Gomes (Barcelona) – Lán
Kurt Zouma (Chelsea) – Lán

Leikmenn út:

Joel Robles (Real Betis) – Samningslaus

Jose Baxter – Samningslaus

David Henen – Samningslaus

Ramiro Funes Mori – Seldur

Wayne Rooney – Seldur

Luke Garbutt (Oxford United) – Lán

Henry Onyekuru (Galatasaray) – Lán

Shani Tarashaj (Grasshopper Zurich) – Lán

Davy Klaassen (Werder Bremen) – Keyptur

Ashley Williams (Stoke City) – Lán

Antonee Robinson (Wigan) – Lán

Kevin Mirallas (Fiorentina) – Lán

 

Spá fyrir tímabilið 2018/2019:

Ef Silva nær tökum á liðinu snemma og finnur sitt sterkasta byrjunarlið er útlitið afar bjart. Everton er með leikmannahóp sem á að spila í Evrópukeppni og er launakostnaður liðsins einnig mjög hár.

Margir setja spurningamerki við komu Silva en hann var rekinn frá Watford á síðustu leiktíð eftir að hafa misst klefann stuttu eftir að hann var orðaður við Everton sem leitaði þá að stjóra. Ef engin vandamál koma upp utan vallar og liðið nær að sýna stöðugleika þá er óhætt að spá liðinu sjöunda sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah tók fram úr Rooney í gær

Salah tók fram úr Rooney í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United

Rashford sagður öskuillur yfir þessu útspili Manchester United
433Sport
Í gær

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma

Saka ekki sá eini sem verður frá í töluverðan tíma
433Sport
Í gær

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu
433Sport
Í gær

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning

Eggert Gunnþór skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Í gær

Logi Hrafn samdi í Króatíu

Logi Hrafn samdi í Króatíu
433Sport
Í gær

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum