Javier Ribalta hefur útskýrt það af hverju hann ákvað að yfirgefa Manchester United í gær til að semja við Zenit í Rússlandi.
Ribalta var aðeins yfirnjósnari United í eitt ár en það kom aldrei til greina hjá honum að hafna því að gerast yfirmaður íþróttamála í Rússlandi.
,,Ég hef unnið í fótboltanum í mörg ár og var lengi hjá Juventus og svo hef ég unnið hjá liðum eins og Novara og Torino,“ sagði Rivalta.
,,Ég eyddi síðasta árinu hjá Manchester United, eftir mörg ár hjá Juventus ákvað ég að taka nýja áskorun.“
,,Þegar boðið frá Zenit kom þá hugsaði ég mig ekki tvisvar um. Zenit er mjög stórt nafn og mjög stórt félag.“