Chelsea á Englandi hefur enn ekki keypt leikmann í sumarglugganum en liðið ætlar þó að styrkja sig fyrir næstu leiktíð.
Chelsea er að skipta um stjóra en Antiono Conte mun kveðja London og við tekur Maurizio Sarri.
Chelsea reynir þessa stundina að næla í miðjumanninn Jean Michael Seri hjá Nice en Sky Sports greinir frá.
Fulham, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, ætla hins vegar að keppa við Chelsea og reyna að tryggja sér leikmanninn.
Chelsea vill ekki bjóða í leikmanninn fyrr en Sarri er tekinn við og er Fulham því í nokkuð góðri stöðu.
Seri kostar 35 milljónir punda en hann spilaði 43 leiki fyrir Nice á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.