Hector Bellerin, leikmaður Arsenal, hefur útskýrt hvað hefur breyst hjá félaginu eftir komu Unai Emery í sumar.
Emery tók við af Arsene Wenger á Emirates en Wenger var við stjórnvölin í 22 ár og þekkja margir leikmenn liðsins ekkert annað.
,,Það er svo mikið sem hefur breyst á æfingasvæðinu,“ sagði Bellerin við Arsenal Player.
,,Þjálfunin, dagskráin, það hefur allt breyst. Allir þjálfarar eru með sitt eigið kerfi og fyrir okkur hefur þetta breyst mikið.“
,,Hann vill að við pressum á andstæðinginn, að við hlaupum mikið í leikjum og augljóslega ef við viljum ná því í leikjum verðum við að gera það á æfingum. Það hefur haft mest áhrif á leikmennina.“