Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.
Hér má sjá pakka dagsins.
Real Madrid hefur engan áhuga á Willian, leikmanni Chelsea, og vill félagið aðeins fá markvörðinn Thibaut Courtois. (Marca)
Everton er í bílstjórasætinu í kapphlaupinu um varnarmanninn Marcos Rojo sem er líklega á förum frá Manchester United. (Mirror)
Liverpool er sannfært um að Sadio Mane muni skrifa undir nýjan langtímasamning á næstunni. (Mirror)
Fenerbahce í Tyrklandi vill þá fá framherja Liverpool, Divock Origi á láni. (TalkSport)
Chelsea hefur hafið viðræður við Inter Milan um miðjumanninn Matias Vecino sem er 24 ára gamall. (London Evening Standard)
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur þá sett Robert Lewandowski efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. (Star)
Leicester er tilbúið að taka tilboðum í framherjann Islam Slimani en vill 18 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Leicester Mercury)
Adrien Rabiot, leikmaður PSG, er við það að skrifa undir nýjan samning við félagið. (ESPN)