Fulham í ensku úrvalsdeildinni hefur tryggt sér framherjann Aleksandar Mitrovic frá Newcastle.
Þetta staðfesti félagið í dag en Mitrovic hjálpaði Fulham að komast upp í efstu deild á síðustu leiktíð.
Serbinn var þá í láni hjá félaginu frá Newcastle og skoraði 12 mörk í 18 leikjum í næst efstu deild.
Mitrovic skrifar undir fimm ára samning við Fulham og kostar félagið 22 milljónir punda.
Mitrovic er aðeins 23 ára gamall en hann kom til Newcastle frá Anderlecht í Belgíu árið 2015.