Eric Dier reyndist hetja enska landsliðsins í kvöld sem mætti Kólumbíu í 16-liða úrslitum HM.
Dier kom inná sem varamaður hjá enska liðinu í kvöld og átti ekkert sérstakan leik en hann skoraði þó í vítakeppni.
England þurfti að sigra í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Liðið mætir Svíþjóð í næstu umferð.
Dier er á mála hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, lið sem sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan þolir ekki.
Morgan er harður stuðningsmaður Arsenal en rígurinn á milli Arsenal og Tottenham er mikill í London.
Morgan var þó alveg sama eftir mark Dier að hann væri á mála hjá Tottenham og segist nú elska miðjumanninn en hatar samt sem áður Tottenham.
Skondna Twitter færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
YEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Eric Dier, fuck Spurs, I LOVE YOU!— Piers Morgan (@piersmorgan) 3 July 2018