Newcastle United á Englandi er að kaupa japanskan framherja frá liði Mainz í Þýskalandi.
Newcastle staðfesti þetta í gær og er framherjinn Yoshinori Muto búinn að ná samkomulagi við enska félagið.
Muto er 26 ára gamall sóknarmaður en hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi áður en skiptin geta gengið í gegn.
Newcastle getur því ekki fengið leikmanninn fyrr en í næstu viku en hann er þó búinn að ná samkomulagi.
Muto hefur undanfarn þrjú ár leikið með Mainz í efstu deild í Þýskalandi og hefur gert 20 mörk í 66 leikjum.
Fyrir það spilaði Muto með FC Tokyo í heimalandinu og á einnig að baki 25 landsleiki fyrir Japan.