fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433

Martial má aðeins fara ef United fær þennan – Bull að Liverpool vilji Vida

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn í öllum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og eru fjölmörg lið að skoða í kringum sig.

Hér má sjá pakka dagsins.

Manchester United vonast enn til að kaupa Ivan Perisic, 29 ára gamlan vængmann Inter Milan. (Mirror)

Anthony Martial má þá aðeins yfirgefa enska liðið ef liðinu tekst að tryggja sér Perisic. (Mirror)

Liverpool hefur engan áhuga á að fá varnarmanninn Domagoj Vida frá Besiktas eins og greint var frá á dögunum. (Liverpool Echo)

Chelsea hefur sagt AC Milan að borga 62 milljónir punda fyrir framherjann Alvaro Morata. (Sky Sports)

Menn á vegum Chelsea eru nú staddir á Ítalíu til að reyna að klára kaup á varnarmanninum Daniele Rugani hjá Juventus. (Times)

Barcelona er tilbúið að taka tilboði Everton í varnarmanninn Yerry Mina. Everton bauð 27 milljónir punda í leikmanninn. (Goal)

Davy Klaassen, leikmaður Everton, er á leið til Werder Bremen í Þýskalandi fyrir 13 milljónir punda. (Liverpool Echo)

Crystal Palace og Everton hafa bæði áhuga á miðjumanninum Maxime Gonalons hjá Roma. (Evening Standard)

West Ham íhugar að reyna við Hatem Ben Arfa, fyrrum leikmann Paris Saint-Germain og Newcastle sem er fáanlegur á frjálsri sölu. (Foot365)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði