Lið Tottenham á Englandi mun spila á nýjum velli á næstu leiktíð eftir að hafa notast við Wembley völlinn á síðasta tímabili.
Heimavöllur Tottenham var lengi White Hart Lane en nýr völlur hefur nú verið byggður á sama stað og gamli heimavöllurinn.
Nýi völlurinn er næstum tilbúinn og ætti að vera klár fyrir fyrsta heimaleik Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool verður fyrsta liðið til að mæta í heimsókn en fyrsti heimaleikur liðsins er þann 15. september.
Tottenham hefur nú opinberað nafn leikvangsins en hann mun heita Tottenham Hotspur Stadium.